Liðleikaþjálfun
Anna Rós býður upp á liðleikaþjálfun sem er fyrir alla sem hafa áhuga á að auka liðleika, styrk, líkamsvitund og vellíðan í eigin líkama og hentar þjálfunin bæði byrjendum sem og lengra komnum.
Liðleikaþjálfunin er bæði í formi einkatíma fyrir einstaklinga eða minni hópa og síðan fjarþjálfunar sem er fyrir þá sem vilja æfa undir leiðsögn en vilja eða hentar betur þetta svigrúm til að æfa á eigin forsendum þar sem þeim hentar best.
Báðar leiðir eru árangursríkar ef fólk er tilbúið til að leggja sig fram og sinna æfingunum eins og á við um alla aðra þjálfun.
Í boði er líka liðleikaþjálfun fyrir ungmenni í íþróttum eins og fimleikum eða bardagaíþróttum.