Um
Anna Rós Lárusdóttir er höfundur Jógastundar. Anna Rós er menntaður grunnskólakennari, jógakennari og liðleikaþjálfari auk þess að hafa lokið ýmsum öðrum þjálfunarréttindum. Hún hefur lengi haft áhuga á öllu sem viðkemur hreyfingu og heilsu auk þess sem hún hefur alltaf haft brennandi áhuga á að starfa með börnum sem og fullorðnum.
Jógastund byrjaði sem mastersverkefnið hennar sem hún lagði fram árið 2015. Til að byrja með var um að ræða handbók fyrir grunn- og leikskólakennara sem hafa áhuga á að koma grunnþáttunum heilbrigði og velferð meira inn í hina almennu kennslustofu. Síðan þá hefur hún notað efnið mikið við kennslu í grunnskóla og hefur bókin verið í mikilli þróun, tekið mörgum breytingum og bætingum í ferlinu og kom síðan út árið 2022 í samvinnu við Sögur útgáfu.
Í dag hentar bókin því bæði vel fyrir fjölskyldur sem vilja hreyfa sig saman og búa til gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu sem og metnaðarfulla kennara sem vilja koma til móts við ólíka nemendur sína með fjölbreyttum kennsluháttum sem stuðla að velferð þeirra með því að kenna þeim að takast á við streitu, álag og hlúa að sjálfum sér.
Í framhaldi hefur Anna Rós unnið að því að klára handbókina og aukaefnið sem er nú aðgengilegt fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna frekar með bókina og þá sérstaklega leik- og grunnskólakennara.
Í kjölfar bókarinar byrjaði Anna Rós með fjölskyldujóga en það er Jógastund fyrir fjölskyldur eða fullorðinn og barn/börn sem vilja hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu. Farið er í gegnum jógastöður, gerðar eru öndunaræfingar, brugðið á leik og endað á ljúfri slökun. Fjölskyldujógað hefur meðal annars verið á viðburðum eins og Vetrarhátíð Hafnarfjarðarbæjar, á bókasöfnum og fleira. Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst ef áhugi er að bjóða upp á fjölskyldujóga.
Liðleikaþjálfun
Anna Rós býður einnig upp á liðleikaþjálfun sem er fyrir alla sem hafa áhuga á að auka liðleika, styrk, líkamsvitund og vellíðan í eigin líkama og hentar þjálfunin bæði byrjendum sem og lengra komnum.
Liðleikaþjálfunin er bæði í formi einkatíma fyrir einstaklinga eða minni hópa og síðan fjarþjálfunar sem er fyrir þá sem vilja æfa undir leiðsögn en vilja eða hentar betur þetta svigrúm til að æfa á eigin forsendum þar sem þeim hentar best.
Báðar leiðir eru árangursríkar ef fólk er tilbúið til að leggja sig fram og sinna æfingunum eins og á við um alla aðra þjálfun.
Í boði er líka liðleikaþjálfun fyrir ungmenni í íþróttum eins og fimleikum eða bardagaíþróttum.
Menntun
Háskóli Íslands/ M.Ed., 2015
Grunnskólakennarafræði – Mál og læsi
Háskóli Íslands / B.Ed., 2013
Grunnskólakennarafræði – kennsla yngri barna
Universidad Complutense de Madrid/ B.Ed., 2011
Tók eina önn í skiptinámi í gegnum Erasmus
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti / Stúdentspróf, 2008
Félagsfræðibraut
Nýji tölvu- og viðskiptaskólinn European Computer Driving License (ECDL)
Þjálfunarréttindi
Yin Yoga teacher training, 2023
Master Flexibility teacher training, 2022
XPERT Flexibility Flow Professional Teacher Training, 2019
Jógakennari- 200 stunda jógakennaranám 2015-2016
Level 2 Professional Pole Instructor Training, 2016
Level 1 Professional Pole Instructor Training, 2015
Childplay yoga teacher training Gurudass Kaur Khalsa, 2015
AntiGravity Aerial Yoga Fundamentals 1 & 2 , 2014
AntiGravity Aerial Restorative Yoga, 2014
AntiGravity Aerial Yoga 1, 2014
AntiGravity Aerial Yoga 2, 2014