Jógastund

Jógastund inniheldur jógastöður, jógasögur, leiki og öndunar-, hugleiðslu-, og slökunaræfingar. Bókin hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu. Eins hentar bókin einstaklega vel fyrir leik- og grunnskóla þar sem kennarar geta nýtt handbókina og aukaefnið með bókinni og komið þannig betur til móts við fjölbreyttan nemendahóp.