Jógastund fyrir alla fjölskylduna

Skoða bók

Jógastund

Jógastund er fyrir öll sem vilja stunda jóga, ekki síst foreldra sem vilja virkja börnin í uppbyggjandi leik. Eins hentar bókin einstaklega vel fyrir leik- og grunnskóla þar sem kennarar geta nýtt handbókina og aukaefnið með bókinni og komið þannig betur til móts við fjölbreyttan nemendahóp.

Bókin inniheldur yndislegar jógastöður ásamt sögum, æfingum og leikjum. Æfingarnar og leikirnir eru aðgengileg fyrir alla, þar sem við til dæmis líkjum í sameiningu eftir dýrum og hlutum í náttúrunni, hlúum að nándinni með nuddleikjum svo úr verður hin besta samveru- og ánægjustund.

Ys og þys í nútímasamfélagi nær ekki eingöngu til okkar fullorðna fólksins heldur engu síður til barnanna okkar. Að aðstoða börnin við að finna ró og létta á álaginu með jóga er ávísun á núvitund – og dásamlega jógastund!

Jógastund inniheldur yndislegar æfingar og leiki sem hjálpa fjölskyldu og vinum að auka vellíðan og rækta líkama og sál: 50 jógastöður, jógaævintýri, öndunaræfingar, slökunaræfingar, hugleiðsluæfingar og skemmtilegir fjölskylduleikir.

Nú er komin til sölu handbók og aukaefni með bókinni fyrir leik- og grunnskólakennara sem býður upp á fjölbreyttari notkun hennar fyrir fagfólk.

Bókin er sett þannig fram að ekki er þörf á að iðkendur hafi grunn eða þekkingu á jóga heldur hafi áhuga á að kynna sér jóga, finnist gaman að hreyfa sig, rækta sálina og eiga góða samverustund með fólkinu sínu í kring. Allar stöður eru vel útskýrðar og oft eru sýndar mismunandi útfærslur af stöðunum þannig að auðvelt er að æfa sig og finna útfærslu við hæfi.

Bókin er síðan fallega myndskreytt eftir Auði Ómarsdóttur.