Jógastund - Handbók og aukaefni fyrir skóla og stofnanir
Jógastund - Handbók og aukaefni fyrir skóla og stofnanir
Þetta verð er fyrir skóla og aðrar stofnanir sem hafa áhuga á að dreifa efninu innanhúss til fagfólks. Óheimilt er að dreifa efninu áfram utan þess stofnunnar.
Hægt er að hafa samband ef óskað er eftir að Anna Rós komi í skólann og kynni efnið.
Jógastund og handbókin samanstanda af jógastöðum með útskýringum, sögum þar sem farið er í jógastöður sem tengjast söguþræðinum, hugleiðslu-, slökunar- og öndunaræfingum og vináttu- og snertileikjum. Þar er meðal annars unnið að því að efla færni barna í góðum og heilbrigðum samskiptum, byggja upp góða sjálfsmynd og hafa stjórn á streitu. Einnig er unnið að því að efla orðaforða barna og hlustunarskilning.
Handbókin og ítarefnið innihalda ýmiss konar aukaefni sem styður við bókina og býður upp á fjölbreyttari notkun hennar fyrir fagfólk.
Fjölbreytt og skemmtileg verkefni og gögn fylgja. Þar má meðal annars nefna:
- Útskýringar á hugtökum sem tengjast jóga eins og hugleiðslu, öndun, slökun og jógasögum og hvernig má byrja að vinna með þessa þætti í skólastofum. Hugmyndir að því hvenær má koma jóga fyrir inn í dagskipulagi og hreyfipásan kynnt. Einnig eru þar að finna auka æfingar og leiki sem ekki er að finna í Jógastund.
-
Spjöld -
- Lungu - útskýringarmynd
- Hvað er jóga?
- Slökun - mismunandi leiðir til þess að slaka á x2
- Jóga stærðfræðiformin
- Jógastærðfræði - ýmis grunnhugtök
- Hrósyrði - útprentanleg spjöld með hrósyrðum. Í kaflanum leikir og hreyfing má sjá ýmsa leiki þar sem hægt er nýta spjöldin.
- Útprentanlegir hreyfi- og hvíldarpassar.
- Orðasúpur.
-
Hugleiðslusögur.
- Leynistaðurinn
- Fiðrildi á flugi
- Skýjarhnoðrinn
- Litríku sápukúlurnar
- Haustgolan
- Núvitund - yngri
- Núvitund - eldri
- 15 spjöld með 5 jógastöðum hvert. Þar má nefna Vaxtarhugarfarsjóga, slökunarjóga, alls konar dýra jóga, náttúrujóga, orkuboltajóga, styrktarjóga ofl.
- Litamyndir - útprentanlegar myndir af jógastöðum úr Jógastund sem nemendur geta litað.
-
Verkefni/lífsleikni/sjálfsrækt - útprentanleg blöð með ýmsum verkefnum sem hægt er að nota eftir umræður úr jógasögunum eða ein og sér. Verkefnin sem fylgja eru:
- Styrkleikar mínir
- Mér líður vel
- Hvernig finnst mér gott að slaka á?
- Góður vinur?
- Hvar líður mér best?
- Þakklætisský
- Ég er eins og ég er
- Jógastöður - hvaða jógastöðu kenndi ég og jógastaðan mín.
- Útprentanlegar mandölur til þess að lita.
Sendið tölvupóst á annaros85@gmail.com ef áhugi er fyrir að kaupa efnið.